Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegan bjórdag

Ég óska sjálfum mér og öðru drykkjufólki til hamingju með bjórdaginn í dag.  Ég reyndi að útskýra mikilvægi þessa dags fyrir Þjóðverjunum í gær og þeir horfðu á mig eins og ég væri geimvera.  Þeir líta á Ísland sem furðuríki sem ætti sennilega að vera á öðrum hnetti fyrir að hafa ekki leyft bjór fyrr en fyrir 18 árum.  Þetta lagaðist þó aðeins þegar ég sannfærði þá um að landar mínir hefðu lagt sig alla fram við að vinna upp tapaðan tíma frá 1989.

Það skyggir þó á gleði mína í dag að Arsenal tapaði í gær fyrir Blackburn.  Það er náttúrulega agalegt að vera Arsenalmaður þetta árið.  Á milli þess sem við vinnum á Anfield og Old Trafford töpum við fyrir Bolton og Blackburn.  Það er eins hollt að það séu betri tímar framundan því annars verð ég að slá á þráðinn til Wenger og lesa honum pistilinn (þessi pistill væri til dæmis kjörinn: http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/entry/134988/).

Fyrst ég er farinn að tala um fótbolta þá er hér skemmtileg saga úr þýsku pressunni.  Gerald Asamoah, þýskur landsliðsmaður, var nappaður á Bensinum sínum í fyrradag á 190 kílómetra hraða þar sem 80 er leyfilegt.  Ástæða hans var sú að konan hans var um það bil að fæða tvíbura þeirra hjóna á nærliggjandi sjúkrahúsi.  Lögreglan tók því með rólegheitum og tjáði Asamoah að reyna ekkert svona trikk, þetta segði annar hver maður.  Eftir að hafa haldið honum við skriffinnsku í 20 mínútur eða svo fékk hann að halda áfam, á 80 kílómetra hraða og rétt náði hann á staðinn áður en tvíburarnir fæddust.  Mér fannst þetta aðallega fyndið af því þetta minnir mig á söguna af fyrsta landsleiknum hans Ragnars Óskarssonar.  Það var æfingaleikur á móti Finnum í Smáranum þegar Tobbi Jens var þjálfari.  Raggi mætti vel tímanlega, enda fyrsti leikurinn framundan.  Þegar hann var að ganga inn í húsið með íþróttatöskuna á öxlinni kallar húsvörðurinn: ,,Abbabbabb, hvert þykist þú vera að fara?"  Ragnar sagði sem væri og hélt áfram í átt að klefaganginum.  ,,Já, nei, nei, þú tekur ekkert gamla töskutrikkið hérna, vinur.  Þú verður að borga eins og aðrir!"  Húsvörðurinn lét mótmæli Ragga sem vind um eyru þjóta og dró hann öskrandi frá hurðinni.  Ragga varð það til happs að gamall reynslubolti úr liðinu mætti til leiks þegar hér var komið við sögu.  Húsvörðurinn hlustaði reyndar ekkert á fortölur hans en Raggi gat fengið hann til að fara og ná vinsamlegast í þjálfarann svo Raggi yrði nú ekki of seinn í fyrsta leikinn.  Tobbi þurfti því að koma fram og ná í kjúklinginn sem var ekki hleypt inn í húsið.  Síðan þá hefur Raggi sagst vera blaðamaður þegar einhver stoppar hann á leið inn í íþróttahús!

Kv. Veggurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson
Handboltamaður hjá GWD Minden í Þýskalandi. Giftur Birnu Ósk Hansdóttur með hverri hann á soninn Agnar Daða.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband