5.2.2007 | 19:54
Byrjum aftur...
Jæja, nú skal ég blogga eins og óður maður! Eftir að hafa verið þvingaður til að blogga á www.ibliduogstridu.is hef ég fengið smá bakteríu fyrir þessu sem var ekki til fyrir.
Það er þá kannski rétt að gera upp þessa blessaða mót sem við vorum á! 8. sætið er nú sosum í lagi en mikið helvíti hefði verið gaman að vinna þessa danadjöfsa! Það sem er þó öllu mikilvægara er að ég bar sigur úr býtum í gúrkunni og er því óumdeildur heimsmeistari í því merka spili. Sennilega hefur aldrei verið spilað jafn mikið og í ár en við vorum gróflega reiknað einn sólarhring í rútunni sem var þó ekki sú stærsta. Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarinn Goggi varð í öðru sæti og herbergið okkar því klárlega langsterkasta herbergið. Gleðilegt var líka að Fúsi varð áberandi neðstur!
Nú tekur bara daglegt streð við á ný. Æfingaleikur við Heiðmar Felixson og vini hans í Burgdorf á morgun. Það verður nú líklega gott að spila smá handbolta aftur eftir að hafa verið aðallega í ræktinni meðan á mótinu stóð. Snorri Steinn fær frí á morgun sem er líklega eins gott svo hann brenni ekki út eftir 2-3 vikur. Hausinn og skrokkurinn eru nú ekki í sem bestu standi eftir svona keyrslu eins og var á Snorra í mótinu!
Annars hef ég ekkert sérstakt fram að færa, ekki einu sinni góða lygasögu (allt sem ég skrifaði á www.ibliduogstridu.is gæti hafa gerst eins og ég greindi frá því).
Tenglar
Áhugavert dót
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.