Leita í fréttum mbl.is

Viggó tekinn aftur við... eða hvað?

Þá er Viggó Sigurðsson tekinn aftur við Haukunum.  Stefnan er að bjarga mínu gamla félagi frá falli og hefur Viggó fjóra leiki til stefnu.  Gott mál, segi ég.  Ég var að flakka á helstu íþróttafréttasíðum áðan til að sjá eitthvað viðtal við kallinn.  Fann eitt á visir.is og kíkti á það.  Það reyndist vera eitt allra slakasta viðtal sem ég hef lengi séð.  Það hófst á spurningu um af hverju Viggó tæki þetta að sér. Gott og vel.  Svo kom 90° beygja og spurning um hvort Viggó hafi fengið aðrar fyrirspurnir sem kom málinu svo sem ekkert við að svo stöddu.  Svo kom spurning um hvort Viggó myndi halda áfram með liðið eftir þessa fjóra leiki sem er furðulegt í ljósi þess að Viggó var nýbúinn að segja að þetta væri bundið við þessa leiki og löngu ljóst að Aron Kristjánsson tekur við liðinu á næsta tímabili.  Svo kom spurning sem tengist spurningu 2 um hvort Viggó væri í einhverju sambandi við Flensburg um áframhaldandi samstarf þar á bæ.  Vaðið úr einu í annað án þess að fylgja eftir svörum Viggó sem voru áhugaverð.  Það hefði t.d. ekki verið vitlaust að spyrja hverju Viggó gæti breytt í fjórum leikjum og hverju hann vildi breyta hjá Haukum.  Eða hvernig honum fyndist að verða "aðstoðarmaður" Páls, sem var aðstoðarþjálfari hjá Viggó þegar allt gekk vel í Firðinum.  Verður Viggó kannski aðalmaðurinn og Páll honum til aðstoðar?  Þetta fannst spyrlinum ekki vera áhugavert og spurði í staðinn um hvort eitthvað annað hefði verið í stöðunni hjá Viggó!!  Spurningin um Flensburg átti alveg rétt á sér í lok viðtalsins en svar Viggó um að samstarf þar væri ekki útilokað hefði alveg mátt ýta á eftir.  Er hann að taka við liðinu aftur?  Tímabundið? Til frambúðar?  Ætli ég verði ekki að hringja í hann sjálfur til að fá svar við þessum spurningum.  Eitt veit ég þó eftir þetta viðtal: Aron tekur við Haukum á næsta tímabili!  Það vita það raunar allir enda var það í öllum fjölmiðlum fyrir mánuði síðan!

Kv. Veggurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson
Handboltamaður hjá GWD Minden í Þýskalandi. Giftur Birnu Ósk Hansdóttur með hverri hann á soninn Agnar Daða.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 169

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband