12.3.2007 | 13:19
Sumarið er tíminn
Nú er vor í lofti í Minden! 18° og heiðskírt. Familían úti í garði og ég inni í tölvunni. Svona ísbirnir eins og ég þola ekki lengi við í sólinni. Ég skellti mér á kassann áðan og steinsofnaði í sólinni. Að öllum líkindum mun ég eiga sársaukafulla æfingu á eftir þegar menn fara að lemja í sólbrunann minn! Ég hlakka til.
Eins og sönnum Íslendingi sæmir ætla ég mér að grilla á eftir. Þjóðverjar eru þannig að þeir grilla ekkert í mars. Það er ekkert grillað í mars, sama þó það sé 25° hiti! Ég ætla samt að slá til og það verður að hafa það þó nágrannarnir líti mig hornauga fyrir vikið.
Segjum það í bili, ég ætla að skella mér í sólina í smástund áður en ég fer á æfingu, það er útihlaup og gufa á dagskránni í dag. Ég sleppi samt sennilega gufunni, það er ekki alveg nauðsynlegt í svona góðu veðri að læsa sig inni í 6 fermetra klefa sem er 90° heitur!
Kv. Veggurinn
Tenglar
Áhugavert dót
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvada hvada, tekur bara grænmeti med ter i gufuna og gufsydur tad i klefanum og bordar tad svo med grillmatnum.
Davíð Örn Ólafsson, 14.3.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.