Leita í fréttum mbl.is

Svikamylla

Nú er ég brjálaður! 

Ég var að komast að því að það er hægt að fá Cocoa Puffs í Þýskalandi.  Eftir ítarlegar rannsóknir komst ég að því að Nestlé Nesquik morgunkornið er í rauninni Cocoa Puffs!  Byrjum á byrjuninni:

Það var sumsé keyptur pakki af Nestlé Nesquik sem helgarmorgunmatur fyrir Agnar Daða.  Hann hélt fast við það að hann hefði fengið Cocoa Puffs en ég var fullviss um að þetta væri enn ein slæm eftirlíkingin af besta morgunkorni í heimi.  Ég ákvað þó að prófa þetta svona til að vera viss, og viti menn, ég fann engan mun!  Af því ég hef nú rúman frítíma ákvað ég að athuga málið (svo ég gæti nú sofið rólegur).  Ég komst að því að Cocoa Puffs er selt í Suður-Ameríku undir Nestlé merkinu.  Svo komst ég að því að í Evrópu er Nestlé Nesquik framleitt af Cereal Partners Worldwide sem er í eigu General Mills sem framleiðir Cocoa Puffs í Bandaríkjunum.  Nestlé Nesquik er Cocoa Puffs!!!!!

Þetta gladdi mig óheyrilega því þrátt fyrir það að ég hafi varla borðað Cocoa Puffs í 10 ár nema þegar ég var á Íslandi í fríi þá hafði það pirrað mig að geta ekki fengið það í Evrópu.  Svona furðulegt pirr því mér er eiginlega illa við svona sykurdrullu í morgunmat.  Ég þekki hins vegar til rétthentra hornamanna í Gummersbach sem hafa látið flytja til sín Cocoa Puffs í tonnatali í mörg ár með tilheyrandi kostnaði.  Nú fyrirgefur hann mér loksins að hafa bundið hann við stól á Karókíbar í Köln eða að hafa sungið Celine Dion fyrir hann (það fyrirgef ég sjálfum mér samt aldrei). 
Ég er samt fúll út í alla þá snillinga sem hafa búið endalaust í Evrópu og aldrei komist að þessu og látið mig vita!  Til hvers er eiginlega utanríkisþjónustan okkar?  Hvern andskotann er Siggi Hall alltaf að gera á flakki um Evrópu án þess að uppgötva þetta?  Jæja, það gleður mig samt að hafa uppgötvað þetta.  Ég efast samt um að ég byrji aftur að borða þetta, en vitneskjan hvetur mig samt líklega til frekari rannsóknarmennsku á morgunkorni í Evrópu.  Næst: hver stendur á bak við samsærið um að fela Cheerio's Honey Nut fyrir mér?

Annað mál: hvernig stendur á því að það tók 4 ár að koma frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum gegn börnum í gegnum Alþingi?  Ég á nú að heita stjórnmálafræðingur en ég fæ mig ekki til að sjá neina skynsamlega ástæðu fyrir því að fella málið.  Ég er kannski að missa af einhverju í málinu.  Var nokkuð grein í frumvarpinu um lögleiðslu heróíns?  Eða afnám tjáningarfrelsis?  Ætli þetta tvinnist saman við Honey Nut samsærið?

Kv. Veggurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson
Handboltamaður hjá GWD Minden í Þýskalandi. Giftur Birnu Ósk Hansdóttur með hverri hann á soninn Agnar Daða.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband