20.11.2006 | 20:39
Ennþá meiddur... helv...
Nú fer þetta að verða gott. Í 2 vikur er ég búinn að dragast með rifinn magavöðva undir rifbeinunum og þetta virðist engan enda ætla að taka. Í hvert skipti sem ég hlæ, hnerra, hósta eða öskra tekur í og þetta lagast ekkert. Læknirinn okkar gróf djúpt í fræðin og sýndi að 10 ára námið var ekki til einskis þegar hann lýsti því hátíðlega yfir að ekkert væri hægt að gera því þetta er svo óaðgengilegt!! Það er nú gott að hjartalæknar hugsa ekki svona. Nú eru 5 dagar í leikinn við Grosswallstadt og fátt sem bendir til þess að ég verði klár, svona alla vega á meðan ég má ekki hlaupa.
Við fengum okkur aftur íslenskan fisk í kvöld og hann var jafnvel betri en síðast. Sennilega er þetta nú að einhverju leyti í hausnum á mér en íslenskur fiskur er einfaldlega miklu betri en erlendur fiskur, og hananú! Ég hef látið gabba oní mig fisk í ýmsum löndum og það er hreinlega ekki nógu sniðugt. Bragðið er hreinlega annað svo ekki sé minnst á lyktina. Rúnar Sigtryggsson sagði einu sinni við mig að Spánverjum fyndist ferskur (og þ.a.l. bragðgóður) fiskur ekkert góður enda ekki vanir honum. Þar er fiskur gamall og er drekkt í olíu til að fela það. Þá fer ég nú frekar á Makkann!
Ég var að horfa á Viltu vinna milljón áðan og þá rann upp fyrir mér sú sorglega staðreynd að sjónvarpsþættir ganga nánast aldrei á Íslandi til lengri tíma. Þessi þáttur er til dæmis ennþá einn sá vinsælasti í Þýskalandi og gengur enn á Englandi og handan við pollinn. Heima dó hann fyrir 3 árum. Það virðast vera örlög nánast allra þátta í íslensku sjónvarpi. Hemmi Gunn gekk nú reyndar nokkuð lengi en svo fór hann líka. Spaugstofan er lífseig en þeir tóku sér líka pásu á milli. Flest annað hverfur eftir 2-3 ár og virðast vinsældir engu máli skipta. Það hefur verið lenska hjá mínum gömlu vinum á RÚV að skipta um dagskrá í heilu lagi reglulega og þá víkur allt. Þetta helst er klassískt dæmi. Það var þáttur með frábært áhorf en hann varð að fara af því það varð hreinlega að prófa eitthvað nýtt. Svo eru óteljandi laugardagskvöldsþættirnir sem hafa reynt að fylla í skarð Hemma. Nú, svo var Idolið eitt æðið. Þjóðin nötraði í 3 ár en svo varð það að víkja af því X-faktor er svo fjári spennandi að það er ekki hægt að sleppa því. Hvar eru Strákarnir í ár? Man einhver eftir því að Gísli Marteinn var einu sinni í sjónvarpinu? Hérna í Þýskalandi var í fyrra haldið upp á 40 ára afmæli Sport Studio. 40 ár!!! Sá þáttur er á besta tíma á laugardagskvöldum í ríkissjónvarpinu. Það langlífasta í íslensku sjónvarpi (fyrir utan Gettu betur og Stundina okkar) eru erlendir þættir enda hafa erlendar stöðvar ekki þann ávana að blása prógrömm af þegar vel gengur! Hvað ætli Jón Ólafs fái að vera lengi í friði áður en það verður að prófa eitthvað nýtt?
Tenglar
Áhugavert dót
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djöfull ertu vangefinn.....
Búbbi (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 11:13
Magnús hinn magri sagði mér frá þessu bloggi. Stendur þig vel meistari, tek undir með Búbba, farðu vel með þig, usa la force....
Arnaldur (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.