4.3.2007 | 23:19
Íþróttir og ofbeldi - frh.
Í ljósi athugasemda við síðasta pistil finnst mér skylt að taka eftirfarandi fram:
Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um að handbolti sé eitthvað minna grófur eða ofbeldisfullur en fótbolti, síður en svo.
Það sem ég á fyrst og fremst við er að fótboltamenn (frekar en aðrir boltamenn) virðast svo oft grípa til heimskulegs ofbeldis á tímapunktum í leiknum þegar boltinn er ekki í leik eða búið er að flauta. Þegar öll augu eru á þeim og engin eiginleg barátta "um boltann" er til staðar. Það er bara vaðið af stað og ráðist á andstæðinginn í bræði, samanber dæmin í síðasta pistli. Það er ekkert verið að bíða eftir góðu tækifæri til að "hefna" í leiknum sjálfum heldur er bara vaðið af stað - sem svo aftur gefur að sjálfsögðu af sér refsingu í formi brottvikningar eða banns. Mér sýnist þessi atvik vera algengari meðal fótboltamanna heldur en t.d. í hand- og körfubolta (sem eru jú meiri kontakt íþróttir). Ég verð síðastur manna til að reyna að halda því fram að handbolti sé saklaus íþrótt án barsmíða. Málið er bara það að þar er leikurinn sjálfur nýttur til handalögmála og menn reyna að brjóta og "hefna" þegar dómarinn sér ekki til! Höggin látin vaða en í formi varnarafbrigðis eða léttrar sóknarfléttu. Menn reyna að vera klókir þegar þeir brjóta á andstæðingnum. Um það snýst munurinn.
Kv. Veggurinn
Tenglar
Áhugavert dót
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta þurfti ég nú að lesa nokkrum sinnum, ég hef aldrei heyrt handboltamann tala um körfubolta sem kontaktsport. Alltaf talað um körfubolta sem kerlingaíþrótt þar sem er villa ef menn snertast.
Hér skrifar greinilega maður sem hefur séð evrópskan körfubolta sem er ekki minna kontaktsport en handbolti oft á tíðum.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.3.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.