Leita í fréttum mbl.is

Heimskulegt tap

Enn eitt tapið í gær, 30-25 í Göppingen.  Það er nú enginn heimsendir að tapa fyrir Göppingen en það grátlega er hvernig við töpum.  Það eru ákveðnir menn í liðinu með slæmt tilfelli af ,,tunnel vision" í átt að markinu.  Oft var þrumað í þrefalda blokk Göppingen-manna í staðinn fyrir að gefa boltann áfram.  Glöggir menn sjá kannski að ef einn maður er með þrjá fyrir framan sig í blokk eru fimm félagar hans með hina þrjá varnarmennina sem eru eftir.  Í þá daga sem ég lærði sportið hefði það þótt ágætis staða.  Hún er þó vita gagnslaus ef boltinn er einhvers staðar annars staðar! En svona er þetta hérna, Þjóðverjar læra bara að skjóta fast og oft á meðan Norðurlandaþjóðirnar læra handbolta!  Það munu birtast hérna mun fleiri tuðgreinar um þetta mál í framtíðinni.

Annars er óþolandi ástand hérna núna eftir að þýskararnir urðu heimsmeistarar.  Auðviðtað er gaman fyrir þá og gott fyrir sportið að hafa unnið þetta en fyrir okkur hina fer þetta að verða þreytt.  Sjálfumgleði og ofmat á aukaleikurum í liðinu er strax orðið þreytt og líklega á það bara eftir að versna næstu vikurnar.  En maður verður víst að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.

Gott mál er hins vegar að það er farið að sýna 3-5 leiki úr hverri umferð á netinu.  Hinn gríðarlegi sjónvarpssamningur sem deildin meldaði í haust reyndist vera netvarpssamningur þegar menn fóru að lesa hann.  Það breytir því þó ekki að nú getur maður séð haug af leikjum í beinni eða bara þegar manni hentar (on demand) fyrir ágætis verð.  Ef einhver hefur áhuga þá er slóðin www.hbl.tv og kostar öll seinni umferðin ekki nema rúmar 20 evrur.  Ef áhorfið verður gott á netinu er ekki ósennilegt að það verði í framtíðinni eitthvað af þessum leikjum í sjónvarpi.  Mér skilst að sjónvarpssamningar séu nú gerðir til þess!

 Kv. Veggurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Félag stjórnmálafræðinga

Velkominn í bloggheima nafni!

Félag stjórnmálafræðinga, 13.2.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson
Handboltamaður hjá GWD Minden í Þýskalandi. Giftur Birnu Ósk Hansdóttur með hverri hann á soninn Agnar Daða.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband