Leita í fréttum mbl.is

Veikindi og Þjóðverjar!

Nú er það svart!  Ég er með hita og flensu sem þýðir í Þýskalandi að dauðinn er yfirvofandi!  Ég var hið snarasta sendur til læknis eftir að dauðasóttin lét á sér kræla í gær og hann setti mig á pensillín og aspirín.  Svo beint í rúmið með haug af vatni og ekki hreyfa mig í nokkrar vikur.  Mér líður nú reyndar betur en svo gerði ég þau mistök að lesa staðarblaðið á netinu áðan.  Þar fékk ég nefnilega að vita að ég muni ekki spila á móti Hamburg á morgun vegna veikinda af því að það sé leikur á föstudaginn eftir viku sem er miklu mikilvægari.  Þjálfarinn vill nefnilega ekki taka neina áhættu og lenda í því að ég verði veikur fram eftir vori!  Það finnst mér nú ansi langt gengið.  Það er nú ekki eins og ég sé með ebólavírus eða hermannaveiki.  En svona eru Þjóðverjarnir þegar flensu ber á góma.  Ef einhver hnerrar á æfingu þá á hann sóttkví vísa og ef einhver fær hita þá er lyfjaskápurinn opnaður upp á gátt.  Ég er nú svosem ekki hissa, helst held ég að þjálfarinn væri til í gefa leikinn og koma í veg fyrir að nokkur meiðist við að spila hann.  Það býst nefnilega enginn við sigri í Hamburg og við eigum leik við Balingen í næstu viku sem er hörku fallslagur.  Leikurinn á morgun er eiginlega bara óþarfa áhætta í augum þjálfarans!

Agnar Daði átti góðan punkt um daginn.  Honum er nefnilega boðið í afmæli hjá Jannick Luca vini sínum í næstu viku.  Þegar mamma hans spurði hann hvað hann vildi gefa í afmælisgjöf var hann ekki lengi að svara: Hjól, eða trommusett eða píanó!  Þegar hann var svo spurður hvort hann ætti peninga fyrir þessum gjöfum svaraði sá stutti snarlega að pabbi myndir bara fara og vinna smá til að borga þetta!  Svona eru börnin nú lógísk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Örn Ólafsson

Ég er búinn að sjá það að öll lönd í kringum Ísland eru aumingjar hvað varðar veikindi. Meðan Íslendingar mæta í vinnuna með 40 stiga hita og klára sitt að þá má mælirinn helst ekki sýna meira en 37,2 hjá "hinum" til að þeir telja sig geta meldað sig "veika" í vinnuna. ÍSLAND...BEST Í HEIMI

Davíð Örn Ólafsson, 23.2.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson
Handboltamaður hjá GWD Minden í Þýskalandi. Giftur Birnu Ósk Hansdóttur með hverri hann á soninn Agnar Daða.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband